Metár í orkuvinnslu og rekstrarafkomu
Afkoma ársins 2017 var góð. Hagnaður fyrir óinnleysta fjármagnsliði hefur aldrei verið meiri. Tekjur voru meiri en nokkru sinni fyrr og sett voru met í orkuvinnslu og -sölu á árinu. Selt magn var 14,3 teravattstundir og jókst um 5,1% milli ára. Fjárhagur fyrirtækisins hélt áfram að styrkjast og óðum styttist í að fyrirtækið geti farið að auka arðgreiðslur til eigenda sinna.
Rekstrartekjur
Ebitda
Handbært fé frá rekstri
Selt magn
Frjálst sjóðstreymi
Hagnaður fyrir óinnleysta fjármagnsliði
Nettó skuldir
Eiginfjárhlutfall
Frá upphafi höfum við unnið endurnýjanlega orku. Tímamót urðu í rekstri þriggja aflstöðva á árinu.
Ljósafossstöð:
Endurnýjanleg orka í 80 ár
Kröflustöð:
Vagga jarðvarma á Íslandi í 40 ár
Fljótsdalsstöð:
Orkuvinnsla og sjálfbærni í 10 ár
Grænt bókhald
Umhverfismál eru í hjarta starfsemi okkar og höfum við gefið út bæði grænt bókhald og sérstakar umhverfisskýrslur frá árinu 2006. Þessar útgáfur eru nú hluti af ársskýrslunni. Í grænu bókhaldi er gerð grein fyrir tölulegum upplýsingum um umhverfisáhrif vegna starfsemi okkar.
Kolefnisspor
CO2 ígilda
Djúplosun á skiljuvatni frá Kröflustöð
Gróðursettar
plöntur
Fjöldi hreinorkubíla
af bílaflota
Ný aflstöð á Þeistareykjum
Jarðvarmastöðin á Þeistareykjum er nýjasta aflstöð Íslendinga, gangsett þann 17. nóvember 2017.
Við allan undirbúning og framkvæmdir hefur markmiðið verið að reisa hagkvæma og áreiðanlega stöð sem tekur mið af umhverfi sínu. Þegar svæði er virkjað er mikilvægt að vandað sé til allra verka, bæði til að lágmarka umhverfisáhrif vegna framkvæmdanna en líka til að tryggja það að framkvæmdin skili þjóðinni arði til lengri tíma.
Áhersla á jafnréttismál
Við höfum undanfarið ár tekið þátt í Jafnréttisvísinum á vegum Capacent til að stuðla að vitundarvakningu og móta skýr markmið í jafnréttismálum innan fyrirtækisins. Unnin hefur verið margvísleg greiningarvinna og aðgerðaáætlun er nú á teikniborðinu.
Vinnslumet slegið
Vinnsla raforku gekk vel á árinu 2017 og fór raforkuvinnslan í fyrsta sinn yfir 14 TWst. Slegin voru vinnslumet á árinu í Fljótsdalsstöð, Sigöldustöð, Búðarhálsstöð, Sultartangastöð og Steingrímsstöð.
Blöndustöð hlaut Blue Planet verðlaunin
Alþjóða vatnsaflssamtökin veita verðlaunin verkefnum sem skara fram úr í sjálfbærri nýtingu vatnsafls í heiminum. Sjálfbærniúttekt leiddi í ljós að rekstur Blöndustöðvar er framúrskarandi hvað varðar sjálfbæra nýtingu vatnsafls og að á mörgum sviðum þykja starfsvenjur í Blöndustöð þær bestu sem fyrirfinnast.