Section
Segment

Metár í orkuvinnslu og rekstrarafkomu

Rekstur Landsvirkjunar gekk vel á árinu 2017. Orkuvinnsla og orkusala hafa aldrei verið meiri, eða 14,3 TWst. Einnig voru tekjur þær hæstu í sögu fyrirtækisins. Ytri aðstæður voru fyrirtækinu hagstæðar. Má þar nefna hækkun álverðs um 23% milli ára.

Section
Segment

Rekstraryfirlit 2017

Rekstrartekjur jukust um 63 m. USD í samanburði við árið 2016. Skýrist sú aukning að mestu af hærra álverði, aukinni orkusölu, hærri flutningstekjum og styrkingu íslensku krónunnar gagnvart Bandaríkjadal. Hluti af raforkusamningum er tengdur álverði og tekjur vegna heildsölu og hluti flutningstekna eru í íslenskum krónum.

Section
Segment
Segment

Rekstrarhagnaður samstæðunnar fyrir afskriftir, EBITDA, nam 346 m. USD árið 2017. Þróun EBITDA hefur verið í takt við tekjuþróun fyrirtækisins. Styrking íslensku krónunnar jók kostnað í Bandaríkjadal en áhrifin af gengisþróun íslensku krónunnar jafnast að mestu út í EBITDA fyrirtækisins. Það hefur þó áhrif á útreikning EBITDA hlutfallsins til lækkunar.

Afskriftir og virðisrýrnun hækka um 9 m. USD milli ára. Skýrist það helst af einskiptis virðisrýrnun í jarðvarma sem lækkar hagnað fyrir óinnleysta fjármagnsliði.

Section
Segment
Segment

Hagnaður fyrir óinnleysta fjármagnsliði er sá mælikvarði sem Landsvirkjun horfir til þegar metinn er grunnrekstur fyrirtækisins. Hagnaðurinn nam um 153 m. USD fyrir árið 2017 en var um 118 m. USD árið 2016. Tekjuhækkun á mestan þátt í að skýra hækkun milli ára.

Section
Segment
Section
Segment

Vextir á lánum fyrirtækisins taka mið af markaðsvöxtum hverju sinni. Fyrirtækið ver vaxtaáhættu að hluta með notkun afleiðusamninga. Í árslok 2017 voru 68% vaxtaberandi skulda með fasta vexti að teknu tilliti til afleiðusamninga.

Section
Segment

Horfur í rekstri

Afkoma Landsvirkjunar mun áfram ráðast að miklu leyti af þróun álverðs, vaxta og gjaldmiðla. Tekjur fyrirtækisins eru að hluta til tengdar álverði og hafa breytingar á því áhrif á framtíðartekjur þess. Álverð hefur hækkað umtalsvert og mun það að óbreyttu hafa jákvæð áhrif á afkomu Landsvirkjunar.

Section
Segment

Fylgiskjöl

Hér má sækja ársreikning 2017 á rafrænu formi. Skjölin innhalda annars vegar ársreikninginn í heild sinni í PDF-skjali og hins vegar helstu stærðir í Excel-skjali.