Sjóðstreymisyfirlit
Handbært fé samstæðunnar í lok árs 2017 nam 127 m. USD en þróunin sést á grafinu hér að neðan. Handbært fé frá rekstri hefur staðið undir fjárfestingum síðastliðinna ára og er það forsenda bættrar skuldastöðu fyrirtækisins.
Fjárfestingarhreyfingar fyrirtækisins námu 254 m. USD en einungis 20 m. USD voru vegna viðhaldsfjárfestinga í tengslum við aflstöðvar og flutningsmannvirki fyrirtækisins. Frjálst sjóðstreymi nam því 258 m. USD. Frjálst sjóðstreymi getur fyrirtækið til dæmis notað til að fara í nýjar fjárfestingar, sem námu um 240 m. USD, borga niður skuldir eða greiða eigendum arð.
Handbært fé frá rekstri hefur staðið undir fjárfestingum síðustu ára. Þá er átt við að þegar búið er að taka tillit til fjárfestinga hefur verið jákvæður afgangur af handbæru fé frá rekstri. Það er forsenda þess að Landsvirkjun hefur getað lækkað skuldir síðustu ár.
Fylgiskjöl
Hér má sækja ársreikning 2017 á rafrænu formi. Skjölin innhalda annars vegar ársreikninginn í heild sinni í PDF-skjali og hins vegar helstu stærðir í Excel-skjali.