Section
hæstaréttarlögmaður
Jónas Þór Guðmundsson
héraðsdómslögmaður
Haraldur Flosi Tryggvason
líffræðingur
Álfheiður Ingadóttir
prófessor
Kristín Vala Ragnarsdóttir
stjórnmálafræðingur
Ragnheiður Elín Árnadóttir
Segment

Stjórn

Landsvirkjun er stærsta orkufyrirtæki landsins, í eigu íslensku þjóðarinnar. Stjórn er skipuð af fjármálaráðherra til eins árs í senn og ber hún ásamt forstjóra ábyrgð á fjármálum og rekstri Landsvirkjunar.

Stjórn var skipuð á aðalfundi fyrirtækisins þann 27. apríl 2017. Á fyrsta fundi stjórnar eftir aðalfund var Jónas Þór Guðmundsson endurkjörinn formaður stjórnar og Haraldur Flosi Tryggvason kjörinn varaformaður.


		
Segment

Stjórn

  • Jónas Þór Guðmundsson
    hæstaréttarlögmaður
  • Haraldur Flosi Tryggvason
    héraðsdómslögmaður
  • Álfheiður Ingadóttir
    líffræðingur
  • Kristín Vala Ragnarsdóttir
    prófessor
  • Ragnheiður Elín Árnadóttir
    stjórnmálafræðingur

Varamenn

  • Páley Borgþórsdóttir
    héraðsdómslögmaður
  • Lárus Elíasson
    vélaverkfræðingur
  • Ásta Björg Pálmadóttir
    sveitarstjóri
  • Ragnar Óskarsson
    framhaldsskólakennari
  • Albert Svan Sigurðsson
    umhverfislandfræðingur
Section
Segment

Framkvæmdastjórn

Stjórn ræður forstjóra og fara stjórn og forstjóri með stjórn fyrirtækisins. Aðstoðarforstjóri annast sameiginleg málefni fyrirtækisins og stefnumótun, svo og að tryggja vandaða stjórnarhætti. Framkvæmdastjórar í árslok voru fimm.

Segment
Forstjóri Landsvirkjunar

Forstjóri Landsvirkjunar

Hörður Arnarson

Hörður Arnarson rafmagnsverkfræðingur er forstjóri Landsvirkjunar. Hörður lauk námi í rafmagnsverkfræði frá Háskóla Íslands árið 1986. Að því loknu stundaði hann framhaldsnám við DTU í Danmörku og lauk doktorsprófi árið 1990. Hörður starfaði hjá Marel frá árinu 1985 og þar af sem forstjóri fyrirtækisins í tíu ár, frá 1999 til 2009.

aðstoðarforstjóri

Skrifstofa forstjóra

Ragna Árnadóttir, aðstoðarforstjóri

Hlutverk

Að annast stefnumótun fyrirtækisins, leiða sameiginleg mál þess og tryggja vandaða stjórnarhætti. Er í forsvari fyrir innleiðingu meginstefnu Landsvirkjunar, skapar farveg umbóta og samræmir breytingar sem ganga þvert á fyrirtækið.

framkvæmdastjóri

Orkusvið

Einar Mathiesen, framkvæmdastjóri

Hlutverk

Að stunda skilvirka orkuvinnslu og að hámarka afköst vinnslukerfis Landsvirkjunar. Sviðinu ber að tryggja að raforkuvinnsla og afhending uppfylli gerða samninga við viðskiptavini Landsvirkjunar.

framkvæmdastjóri *

Markaðs- og viðskiptaþróunarsvið

Stefanía G. Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri *

Hlutverk

Að hámarka tekjur Landsvirkjunar með greiningu nýrra viðskiptatækifæra, vöruþróun, kynningu og sölu á vörum og þjónustu, gerð samninga og eftirfylgni þeirra.

framkvæmdastjóri

Þróunarsvið

Óli Grétar Blöndal Sveinsson, framkvæmdastjóri

Hlutverk

Undirbúningur nýrra virkjunarkosta, ýmsar rannsóknir og eftirlit vegna virkjana í rekstri. Tryggja hagkvæma útfærslu á virkjunarkostum, auka sveigjanleika í orkuvinnslu, sjá um nýsköpun í orkuvinnslu og hafa langtímayfirsýn yfir orkuforða.

framkvæmdastjóri

Framkvæmdasvið

Gunnar Guðni Tómasson, framkvæmdastjóri

Hlutverk

Að stýra virkjunarframkvæmdum Landsvirkjunar frá undirbúningi að fullbúinni virkjun. Vaktar kostnað, gæði og framvindu verks og tryggir að framkvæmdinni sé skilað tilbúinni til rekstrar í samræmi við forsendur, áætlanir og þarfir fyrirtækisins.

framkvæmdastjóri

Fjármálasvið

Rafnar Lárusson, framkvæmdastjóri

Hlutverk

Að skapa grundvöll fyrir hagkvæmni í rekstri og stuðla að hámarksárangri hjá öllum einingum Landsvirkjunarsamstæðunnar.

*Björgvin Skúli Sigurðsson og Birna Ósk Einarsdóttir gegndu bæði starfinu á árinu 2017. 

Section
Segment

Skipurit

Section
Segment

Teymið okkar

Starfsfólk Landsvirkjunar er lykill að árangri og velgengni fyrirtækisins. Því er sífellt kappkostað að standa vörð um þekkingu, færni og vellíðan starfsfólks. Fastráðnir starfsmenn árið 2017 voru alls 270 á starfsstöðvum víðs vegar um land. Þess utan störfuðu 170 ungmenni og 62 háskóla- og tækninemar við sumarstörf.

Section
Segment
Segment

Áhersla á jafnréttismál

Landsvirkjun hefur undanfarið unnið að greiningu á fyrirtækjamenningu sinni með tilliti til jafnréttismála og notið liðsinnis ráðgjafa frá Capacent í þeirri vinnu. Í byrjun nóvember 2017 kom allt starfsfólk saman á starfsdegi og ræddi jafnréttismál. Landsvirkjun er eitt af fyrstu fyrirtækjunum sem taka þátt í verkefninu Jafnréttisvísir Capacent sem er verkfæri fyrir fyrirtæki sem vilja stuðla að vitundarvakningu um jafnréttismál og móta skýr markmið í framhaldinu. Samhliða þessari vinnu var jafnréttisnefnd skipuð að nýju undir forystu forstjóra sem er formaður nefndarinnar. Landsvirkjun náði enn fremur þeim árangri að fá gullmerki jafnlaunaúttektar PWC í þriðja sinn.

Section
Segment

Framtíðarsýn Landsvirkjunar er að vera framsækið raforkufyrirtæki á sviði endurnýjanlegra orkugjafa. Við störfum í alþjóðlegu umhverfi og viljum vera meðal þeirra bestu sem vinna og selja orku.

Gildi Landsvirkjunar eru framsækni, ráðdeild og traust.

Segment

Hlutverk

Stefnan hvílir á fimm stoðum sem miða að því að uppfylla megi hlutverk Landsvirkjunar:

Hlutverk
Landsvirkjunar er að
hámarka afrakstur af þeim orkulindum
sem fyrirtækinu er trúað fyrir með sjálfbæra
nýtingu, verðmætasköpun og hagkvæmni að leiðarljósi
Skilvirk orkuvinnsla og framþróun
Við byggjum starfsemi okkar á traustum innviðum sem einkennast af hagkvæmni, ráðdeild og virkri áhættustýringu í rekstri og fjárfestingum. Starfsemin endurspeglast í vottuðu stjórnkerfi fyrirtækisins sem ætlað er að tryggja að fyrirtækið standi við yfirlýstar heildaráætlanir sínar og vinni að stöðugum umbótum.
Fjölbreyttur hópur viðskiptavina
Við sköpum verðmæti með því að laða að og uppfylla þarfir viðskiptavina sem stunda fjölbreytta starfsemi. Stefnt er að sem hagkvæmastri samsetningu orkueftirspurnar með tilliti til greiðslugetu og áhættudreifingar. Við treystum samstarf við viðskiptavini okkar með reglubundnum gagnkvæmum samskiptum.
Verðtenging við evrópska orkumarkaði
Við lítum á evrópska orkumarkaðinn sem okkar samkeppnismarkað. Við keppum um að laða að fjárfestingar í fjölbreyttum iðnaði og þjónustu og tökum þátt í að skoða tækifæri sem felast í beinni raforkutengingu við Evrópumarkað.
Þróa stöðugt hæfni og hæfileika starfsmanna
Við tryggjum starfsmönnum okkar gott starfsumhverfi sem stuðlar að öryggi, góðri heilsu, miðlun þekkingar og þróun á hæfni og hæfileikum hvers og eins. Við ræðum árangur og frammistöðu okkar af sanngirni og hreinskilni og leitum leiða til að bæta stöðugt árangur okkar.
Skapa stuðning og samstöðu með opnum samskiptum við hagsmunaaðila
Við teljum mikilvægt að sem breiðust sátt ríki um jafnvægið milli umhverfis-, samfélags- og arðsemisjónarmiða í rekstri fyrirtækisins. Fyrirtækið vill stuðla að sjálfbærri þróun samfélagsins, það er í fararbroddi hvað umhverfismál varðar og áhersla er lögð á samfélagsábyrgð þess. Fyrirtækið uppfyllir ytri kröfur, opinberar, lög og reglur, sem og aðrar kröfur sem gerðar eru til starfseminnar.
Section
Segment

Fyrirtækið vill stuðla að sjálfbærri þróun samfélagsins, það er í fararbroddi hvað umhverfismál varðar og áhersla er lögð á samfélagsábyrgð þess.

Section
Segment

Samfélagsábyrgðarstefna

Í samfélagsábyrgð okkar felst að fyrirtækið skapi eigendum sínum arð, fari vel með auðlindir og umhverfi og stuðli að því að þekking og jákvæð áhrif af starfsemi fyrirtækisins skili sér til samfélagsins.

Landsvirkjun tryggir að stefnumörkun um samfélagsábyrgð sé framfylgt með því að setja sér markmið og leggja áherslu á eftirtalda þætti í starfsemi fyrirtækisins:

  1. Landsvirkjun starfar eftir ábyrgum stjórnarháttum.
  2. Landsvirkjun leitast við að hafa áhrif á virðiskeðju sína.
  3. Landsvirkjun keppist við að vera í fararbroddi á sviði umhverfismála.
  4. Landsvirkjun leggur sig fram um að starfa ávallt í góðu samstarfi við samfélagið.
  5. Landsvirkjun leggur áherslu á að vera leiðandi í heilsu-, öryggis- og starfsmannamálum.
  6. Landvirkjun deilir þekkingu þar sem hún getur stuðlað að nýsköpun og þróun í atvinnulífi og samfélagi.

Nánari umfjöllun í kaflanum samfélagsábyrgð

Þátttakandi í UN Global Compact verkefni Sameinuðu þjóðanna sem lýtur að hnattrænum viðmiðum um samfélagslega ábyrgð. Þar skuldbindur fyrirtækið sig til að virða viðmið Sameinuðu þjóðanna um mannréttindi, vinnurétt, umhverfismál og varnir gegn spillingu.

Nánari upplýsingar um viðmiðin eru á heimasíðu UN Global Compact

Segment

Umhverfisstefna

Starfsemi fyrirtækisins felur í sér inngrip í náttúruna og krefst þess, eðli sínu samkvæmt, að fyrirtækið marki sér skýra stefnu í umhverfismálum. Umhverfisstefna Landsvirkjunar er eftirfarandi:

Landsvirkjun er í fararbroddi á sviði umhverfismála og stuðlar að sjálfbærri þróun í samfélaginu. Fyrirtækið leggur áherslu á að þekkja umhverfisáhrif starfsemi sinnar og leitast við að draga úr þeim.

Með stefnunni fylgja eftirfarandi fimm stefnumið sem sjá má í töflu hér að neðan. 

Segment
Betri nýting
auðlinda
  • Hönnun nýrra virkjanakosta, breytingar á virkjunum og rekstur þeirra taki ávallt mið af sem bestri nýtingu auðlindanna.
  • Styðjast við alþjóðalega matslykilinn HSAP við þróun, hönnun og rekstur orkuvinnslunnar.
  • Nýta hugmyndafræði vistferilgreininga (LCA) til að bæta nýtingu auðlinda og draga úr umhverfisáhrifum.
  • Stunda vistvæn innkaup og gera kröfur til birgja og þjónustuaðila í umhverfismálum.
  • Flokka, endurnýta og/eða endurvinna úrgang.
Kolefnahlutlaus
starfsemi
  • Vinna markvisst að því að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og vinna jafnframt að kolefnisbindingu í gróðri og jarðvegi.
  • Stuðla að orkuskiptum í samgöngum og fylgja samgöngustefnu fyrirtækisins.
Starfsemi í sátt við
náttúru og ásýnd
  • Stuðla að viðhaldi náttúrlegs fjölbreytileika og lágmarka rask.
  • Stuðla að endurheimt vistkerfa og fylgja verklagi fyrirtækisins við vistheimt.
  • Fylgja stefnu fyrirtækisins um útlit mannvirkja og landmótun.
Samtal við
hagsmunaaðila
  • Vinna samkvæmt hugmyndafræði sjálfbærrar þróunar, m.a. með virku samtali og þátttöku í samstarfsverkefnum með hagsmunaaðilum.
  • Stuðla að opinni og málefnanlegri umræðu og gera grein fyrir árangri fyrirtækisins í umhverfismálum.
Starfsemi án
umhverfisatvika
  • Starfa eftir vottuðu umhverfisstjórnunarkerfi skv. ISO 14001.
  • Skilgreina umhverfisþætti starfseminnar, stýra þeim og vakta árangur.
  • Tryggja að öllum lagalegum kröfum á sviði umhverfismála sé fullnægt og setja strangari kröfur eftir því sem við á.
  • Vinna markvisst að forvörnum og umbótum, m.a. með rannsóknum, markmiðasetningu og með skráningum og úrvinnslu ábendinga.
  • Leggja áherslu á að starfsfólk fyrirtækisins og aðrir sem vinna fyrir það hafi yfir að ráða hæfni og þekkingu til að framfylgja umhverfisstefnu fyrirtækisins.
Segment

Öryggisstefna

Öryggis-, heilsu- og vinnuverndarstefnan (ÖHV-stefnan) er kjarninn í ÖHV-starfi Landsvirkjunar og er öryggi og góður aðbúnaður starfsmanna forgangsmál í starfsemi fyrirtækisins. ÖHV-mál eru samofin rekstrinum og til þess að tryggja framgang ÖHV-stefnunnar eru notuð tæki sem m.a. eru staðlar, verklagsreglur og framkvæmdaskjöl. Sérstök áhersla er lögð á það að greina og meta áhættu, sem skilar sér í betri líðan starfsmanna og færri slysum. Sérstök áhersla er lögð á fræðslu og þjálfun starfsmanna í málaflokknum. 

Síðastliðin fjögur ár hefur ekkert alvarlegt slys orðið hjá starfsmönnum Landsvirkjunar. Unnið er samkvæmt núllslysastefnu þar sem markmiðið er að engin fjarveruslys eigi sér stað í starfseminni.

Section
Segment

Stjórnunarkerfi

Landsvirkjun hefur þróað stjórnunarkerfi til margra ára sem byggir á uppsafnaðri þekkingu og góðum starfsvenjum. Stjórnunarkerfið styður við skuldbindingar gagnvart viðskiptavinum, starfsmönnum og öðrum hagsmunaaðilum, ásamt áformum þess um að þróa fyrirtækið áfram út frá gildum sjálfbærrar þróunar. Stjórnunarkerfið inniheldur fyrirmæli og upplýsingar um hvað við gerum og hvernig við störfum. Leitast er við að samþætta stjórnun og verklag og þannig tryggja áreiðanleika starfseminnar með skilvirkni og öryggi að leiðarljósi.

Stjórnunarkerfi Landsvirkjunar er vottað samkvæmt alþjóðlegum stöðlum. Á árinu 2017 voru gerðar breytingar á vottunaraðila fyrir gæðastjórnun, umhverfisstjórnun og öryggisstjórnun og er nú stjórnunarkerfið allt vottað af BSI (British Standards Institution) sem er leiðandi aðili í staðlagerð, úttektum og vottunum um allan heim. Stjórnunarkerfið er einnig vottað samkvæmt nýjustu útgáfum af viðeigandi stjórnunarstöðlum sem tryggir meðal annars víðtækari nálgun á áhættustýringu og árangursstjórnun innan fyrirtækisins.

Segment

Vottanir