Section
Segment

Samfélagsleg ábyrgð Landsvirkjunar felst meðal annars í opnum og heiðarlegum samskiptum við þá aðila sem verða fyrir áhrifum af eða geta haft áhrif á ákvarðanir fyrirtækisins.

Fyrirtækið er í eigu þjóðarinnar og gegnir þar af leiðandi mikilvægu hlutverki í samfélaginu. Við leggjum áherslu á að miðla upplýsingum til almennings og skapa umræður og vettvang fyrir sjónarmið og hagsmuni þeirra sem starfsemin hefur áhrif á. Við viljum auðvelda fólki að kynna sér starfsemi okkar.

Það er okkur mikilvægt að sem breiðust sátt ríki um jafnvægið milli umhverfis-, samfélags- og arðsemissjónarmiða í rekstri fyrirtækisins. Við viljum stuðla að sjálfbærri þróun samfélagsins, vera í fararbroddi hvað umhverfismál varðar og leggjum áherslu á samfélagsábyrgð okkar. Fyrirtækið uppfyllir allar kröfur laga og reglna, sem og aðrar kröfur sem gerðar eru til starfseminnar.

Section
Segment

Samskiptastefna

Stefna okkar um samskipti er að skapa stuðning og samstöðu með opnum samskiptum við hagsmunaaðila. Við leggjum mikla áherslu á að tekið sé tillit til samskiptastefnu okkar og henni framfylgt í öllum verkefnum fyrirtækisins.

Sjá nánar um aðrar stefnur fyrirtækisins

Segment

Stefna okkar er að skapa stuðning og samstöðu með opnum samskiptum við hagsmunaaðila.

Section
Segment

Opnir fundir

Landsvirkjun stendur árlega fyrir opnum fundum um starfsemi fyrirtækisins. Viðfangsefnin eru fjölbreytt og kalla á opin samskipti við hagsmunaaðila um allt land. Á árinu voru haldnir sex opnir fundir þar sem fjöldi fólks sótti fyrirtækið heim og kynnti sér starfsemi þess.

Section
Segment

Þarf framtíðin orku?

 • LV-arsfundur2017-01.jpg
 • LV-arsfundur2017-02.jpg
 • LV-arsfundur2017-07.jpg
 • LV-arsfundur2017-08.jpg
 • LV-arsfundur2017-09.jpg
 • LV-arsfundur2017-010.jpg
 • LV-arsfundur2017-011.jpg
 • LV-arsfundur2017-06.jpg
 • LV-arsfundur2017-05.jpg
 • LV-arsfundur2017-03.jpg
 • LV-arsfundur2017-04.jpg
Segment

Spurningin „Þarf framtíðin orku?“ var lögð fyrir ársfund Landsvirkjunar árið 2017 sem haldinn var fyrir fullum sal á Hilton Reykjavík Nordica þann 26. apríl. Til máls á fundinum tóku Benedikt Jóhannesson fjármála- og efnahagsráðherra og Jónas Þór Guðmundsson stjórnarformaður Landsvirkjunar, auk þess sem Hörður Arnarson forstjóri og Ragna Árnadóttir aðstoðarforstjóri kynntu afkomu og starfsemi ársins og fóru yfir stöðu og framtíðarhorfur í orkumálum hérlendis og erlendis. Fundarstjóri var Gerður Björk Kjærnested.

Þarf framtíðin orku? – Ársfundur Landsvirkjunar

Section
Segment

Skýrsla um raforkumarkað á tímamótum

 • ce02.jpg
 • ce07.jpg
 • ce01.jpg
 • ce06.jpg
 • ce08.jpg
 • ce09.jpg
 • ce10.jpg
 • ce03.jpg
 • ce04.jpg
 • ce05.jpg
Segment

Skýrsla um raforkumarkað á tímamótum var kynnt á opnum fundi sem haldinn var fyrir fullum sal á Hótel Nordica en fundarmenn voru yfir 300 talsins. Auk skýrsluhöfunda, hagfræðinganna Helge Sigurds Næss-Schmidt og Martins Bo Westh Hansen, héldu Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, ráðherra ferðamála, iðnaðar og nýsköpunar, og Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, erindi.

Skýra þarf skyldur og ábyrgð á orkuöryggi

Section
Segment

Endurnýjanleg orka er verðmætari

 • landsvirkjun_haustfundur_02112017-13.jpg
 • landsvirkjun_haustfundur_02112017-15.jpg
 • landsvirkjun_haustfundur_02112017-16.jpg
 • landsvirkjun_haustfundur_02112017-21.jpg
 • landsvirkjun_haustfundur_02112017-25.jpg
 • landsvirkjun_haustfundur_02112017-28.jpg
 • landsvirkjun_haustfundur_02112017-34.jpg
 • landsvirkjun_haustfundur_02112017-2.jpg
 • landsvirkjun_haustfundur_02112017-37.jpg
 • landsvirkjun_haustfundur_02112017-11.jpg
 • landsvirkjun_haustfundur_02112017-9.jpg
Segment

Landsvirkjun hefur frá upphafi unnið endurnýjanlega orku. Vitundarvakning um umhverfis- og loftslagsmál á heimsvísu hefur aukið verulega verðmæti slíkrar raforku. Á haustfundinum fjölluðu sérfræðingar okkar um þessi verðmæti frá ýmsum hliðum. Greint var frá því hver áhrif loftslagsbreytinga hafa verið á orkuvinnslu og nýtingu íslenska kerfisins, hvernig endurnýjanleg orka er orðin eftirsóttari um allan heim og hvernig nýta má hana á ábyrgan og sjálfbæran hátt.

Endurnýjanleg orka er verðmætari – Haustfundur Landsvirkjunar

Section
Segment

Sjálfbærniverkefnið á Norðausturlandi

Á árinu 2015 var endurvakin vinna við sjálfbærniverkefnið á Norðausturlandi. Markmið verkefnisins er að fylgjast með þróun samfélags, umhverfis og efnahags á svæðinu í tengslum við Þeistareykjastöð, iðnaðarframkvæmdir á Bakka og aukin umsvif í ferðaþjónustu.

Á fyrstu mánuðum ársins var unnið að því að sannreyna vísa verkefnisins; þ.e. ganga úr skugga um að gögnin sem vísarnir byggja á væru aðgengileg. Þegar sú staðfesting lá fyrir var unnin kostnaðargreining og áætlun vegna gagna sem þarf að kaupa vegna vöktunar verkefnisins. Upphaflega var gert ráð fyrir að gögnin næðu yfir árin 2015 og 2016 en úr varð að gögn verða sótt aftur til ársins 2011, þar sem því verður við komið, án aukins tilkostnaðar.

Undirbúningur að vefsíðu verkefnisins hófst í febrúar og tillaga að vef var kynnt stýrihópi á fundi í október. Stýrihópur lagði til að lénið www.gaumur.is yrði notað fyrir verkefnið og þá með vísan til þess að gefa einhverju gaum eða gaumgæfa. Samhliða undirbúningi vefsins var gagnasöfnun haldið áfram og úrvinnsla gagna.

Section
Segment

Sjálfbærniverkefnið á Austurlandi

Í tilefni af því að tíu ár eru liðin frá því að vöktun sjálfbærnivísa í sjálfbærniverkefninu á Austurlandi hófust var leitað til Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands um gerð úttektar þar sem samfélagsvísar verkefnisins voru metnir. Einnig voru þeir vísar greindir með hliðsjón af félagsvísum Hagstofu Íslands. Skýrsla með niðurstöðum úttektarinnar kom út í desember 2017. Meðal þess efnis sem rýnt er í er umfang verkefnisins, þróun og markmið sextán samfélagsvísa verkefnisins sem og ávinningur og eftirfylgni niðurstaðna. Afrakstri úttektarinnar er ætlað að leiðbeina aðstandendum verkefnisins í endurskoðun og eftirfylgni á verkefninu.

Skýrsluna og aðrar upplýsingar um vísa verkefnisins og framvindu má finna á heimasíðu verkefnisins, www.sjalfbaerni.is.

Section
Segment

Gott samstarf orkuiðnaðar og ferðaþjónustu

Samstarf orkuiðnaðar og ferðaþjónustu hefur gengið vel fram að þessu. Aðgengi og aðstaða sem fylgt hafa orkuframkvæmdum hafa gjarnan komið ferðaþjónustu til góða. Þegar aflstöðvar hafa verið reistar njóta þær, og tengdur rekstur, oft vinsælda hjá ferðamönnum. Góð dæmi um þetta eru Bláa lónið, jarðböðin í Mývatnssveit, Hellisheiðarvirkjun, orkusýningin í Reykjanesvirkjun og gestastofur Landsvirkjunar í Ljósafossstöð, Kröflustöð og sjálf Kárahnjúkastífla.

Heimsóknir erlendra gesta á þessa staði skipta hundruðum þúsunda á ári hverju og miðað við þróun í fjölda erlendra ferðamanna mun þeim enn fara fjölgandi á næstu árum. Í niðurstöðum rannsóknar Háskóla Íslands hefur rúmlega helmingur aðspurðra áhuga á að heimsækja gestastofu í jarðvarma- eða vatnsaflsstöð.

Endurnýjanlegir orkugjafar eru hluti af sterkri ímynd Íslands og það eru mikil tækifæri í orkutengdri ferðaþjónustu og ímyndaruppbyggingu fyrir landið í heild sinni.

Nánar um könnun Gallup á viðhorfum erlendra ferðamanna til endurnýjanlegrar orkuvinnslu

Segment

Virkjunarmannvirkin á Blöndusvæðinu trufla upplifun ferðamanna lítið

Á árinu framkvæmdi Háskóli Íslands rannsókn fyrir Landsvirkjun með það að markmiði að kanna áhrif af mannvirkjum á upplifun ferðamanna af náttúru landsins. Ákveðið var að skoða dæmi um virkjun í rekstri, bæði lón og stöðvarhús, sem er í nágrenni við fjölsótta ferðamannaleið yfir hálendið.

Niðurstöður könnunarinnar sýna að langflestir ferðamenn við Blöndustöð eru ánægðir með dvöl sína á svæðinu. Meirihluta ferðamanna, eða 89%, finnst svæðið náttúrulegt. Um 92% telja ósnortin víðerni vera hluta af aðdráttarafli svæðisins, þrátt fyrir að þar megi sjá virkjunarmannvirki á borð við lón, stíflur, veituskurði, vegi og raflínur. Því virðist sem Blönduvirkjun raski ekki um of þeirri ímynd sem hálendið hefur sem ósnortið víðerni í augum ferðamannanna sem þar fara um.

Í skýrslunni segir að í ljósi þess að virkjunarmannvirkin á Blöndusvæðinu trufli upplifun ferðamanna lítið megi draga þá ályktun að hönnun þeirra sé góð og þau falli vel að landslaginu.

Nánar um rannsókn Háskóla Íslands á áhrifum Blönduvirkjunar á upplifun ferðamanna

Segment

„Þetta er í fyrsta sinn sem svo viðamikil könnun er gerð meðal ferðamanna á upplifun þeirra af virkjun í rekstri á Íslandi. Ljóst er að ef vel er staðið að hönnun geta virkjanir og ferðamennska farið vel saman. Mikilvægt er að nýjar byggingar og önnur mannvirki utan þéttbýlis hér á landi taki mið af verndun náttúru og falli vel að landslaginu á hverjum stað.“

Hörður Arnarson forstjóri

Segment

Yfir 40.000 ferðamenn sóttu okkur heim

Landsvirkjun hefur í gegnum árin tekið á móti gestum og frætt þá um endurnýjanlega orkugjafa. Í sumar, líkt og fyrri ár, opnaði Landsvirkjun aflstöðvar sínar fyrir gestum sem vildu kynna sér starfsemi fyrirtækisins og raforkuvinnslu úr endurnýjanlegum orkugjöfum. Tekið var á móti gestum í Ljósafossstöð og Kröflustöð auk þess að leiðsögn var veitt um Kárahnjúkastíflu. Orkusýningin Orka til framtíðar í Ljósafossstöð er opin allt árið en þar geta gestir fræðst um raforku á skemmtilegan og fræðandi hátt.

Gestum í gestastofur Landsvirkjunar fjölgaði verulega á milli ára, eða um 39 prósent. Yfir 40 þúsund manns heimsóttu gestastofur okkar og kynntu sér stífluna við Hálslón. Ríflega 20 þúsund manns lögðu leið sína í Kröflu og rúmlega 19 þúsund manns heimsóttu Orku til framtíðar í Ljósafossi. Tæplega 950 manns fengu leiðsögn um Kárahnjúka.

Samkvæmt niðurstöðum rannsóknar Háskóla Íslands hefur rúmlega helmingur aðspurða áhuga á að heimsækja gestastofu í jarðvarma- eða vatnsaflsstöð. Því er ljóst að tækifærin eru til staðar til að byggja upp orkutengda ferðaþjónustu.

Segment
Section
Segment

Kynntu þér Landsvirkjun á vefnum

Landsvirkjun heldur úti mikilvægri upplýsingamiðlun á vef fyrirtækisins, bæði á íslensku og ensku, en á árinu 2017 heimsóttu um 97 þúsund notendur vef fyrirtækisins. Fylgjendum á Facebook-síðu fyrirtækisins fjölgaði um 14% á árinu og eru þeir nú 4.280 talsins. Landsvirkjun deildi einnig um 70 færslum á Facebook og fékk tæplega fjögur þúsund „like“ á færslur sínar. Fyrirtækið er einnig á Twitter og Instagram.

Landsvirkjun hefur undanfarin ár gefið út bæði árs- og umhverfisskýrslu árlega en frá árinu 2014 hafa þessar skýrslur eingöngu verið gefnar út á rafrænu formi. Árið 2017 voru árs- og umhverfisskýrslur sameinaðar í fyrsta sinn í eina skýrslu, fyrir árið 2016.

Markmið okkar er að auka aðgengi almennings að árlegu uppgjöri fyrirtækisins og stuðla að virkri upplýsingagjöf um starfsemi þess. Á árinu 2017 heimsóttu tæplega þrjú þúsund lesendur sameinaða árs- og umhverfisskýrslu og voru síðuflettingar yfir 15.500 talsins.

Ársskýrsla er aðgengileg öllum áhugasömum sem geta einnig kynnt sér fyrirtækið á Landsvirkjun.is, á Facebook síðunni okkar, Twitter og Instagram.