Section
Segment

Stærstu viðskiptavinir fyrirtækisins eru í stóriðju

Landsvirkjun býður viðskiptavinum sínum hágæðaþjónustu og samkeppnishæfar vörur. Orkusala til stærstu viðskiptavina nemur tæplega 85% af heildarorkusölu Landsvirkjunar sem var um 14,3 teravattstundir á árinu.

Segment

Skipting raforkusölu, selt magn

Section
Segment

Stórnotendur

Section
Segment

Alcoa

Álverið á Reyðarfirði er stærsta álver Íslands og framleiðir 346.000 tonn. Álverið er einnig nýjasta álverið af þremur hér á landi en starfsemi þess hófst árið 2007. Landsvirkjun veitir álverinu alla þá orku sem það nýtir.

www.alcoa.is

Segment

Section
Segment

Becromal

Becromal á Akureyri hóf starfsemi árið 2008 og framleiðir aflþynnur fyrir rafgreiningarþétta. Landsvirkjun tryggir því alla þá orku sem þarf í framleiðsluna.

www.becromal.eu

Segment

Section
Segment

Elkem

Kísiljárnsmiðjan á Grundartanga hóf rekstur árið 1979 og framleiddi 60.000 tonn á sínum fyrstu árum. Framleiðslugeta kísiljárnsmiðjunnar hefur nokkrum sinnum verið aukin frá þeim tíma en nú eru þar framleidd 120.000 tonn. Landsvirkjun sér fyrir allri orkuneyslu smiðjunnar.

www.jarnblendi.is

Segment

Section
Section
Segment

Rio Tinto Alcan

Álverið í Hafnarfirði hóf starfsemi árið 1969 og framleiddi þá einungis 33.000 tonn. Frá þeim tíma hefur framleiðslugeta álversins verið aukin nokkrum sinnum og eru uppi áform um að auka hana enn frekar svo á árinu 2013 geti álverið framleitt allt að 225.000 tonn árlega. Landsvirkjun tryggir álverinu alla þá orku sem það nýtir.

www.riotintoalcan.is

Segment

Section
Segment

Norðurál

Álverið á Grundartanga hóf starfsemi sína árið 1998 með 60.000 tonna framleiðslu. Núverandi framleiðslugeta álversins er 280.000 tonn. Landsvirkjun sér álverinu nú fyrir u.þ.b. 1/3 af þeirri orku sem nýtt er.

www.nordural.is

Segment

Section
Segment

Verne Global

Gagnaver Verne Global hóf starfsemi 2012 og veitir alþjóðlega gagnaversþjónustu á Íslandi. Starfsemin fer vaxandi og henni tengist öflugt frumkvöðlastarf þar sem alþjóðlegur gagnaversiðnaður er nýlega til kominn hér á landi. Landsvirkjun tryggir gagnaveri Verne Global alla þá orku sem það nýtir.

www.verneglobal.com

Segment

Segment

Advania

Advania er öflugt norrænt upplýsingatæknifyrirtæki með starfsemi á Íslandi, í Svíþjóð og Noregi. Um 1.000 manns starfa hjá fyrirtækinu, á 20 starfsstöðvum. Advania rekur gagnaver á Steinhellu í Hafnarfirði og á Fitjum í Reykjanesbæ.

www.advania.is

Segment

Section
Segment

PCC BakkiSilicon

Framkvæmdir standa nú yfir við kísilmálmverksmiðju PCC BakkiSilicon hf. á Bakka við Húsavík. Ráðgert er að verksmiðjan hefji starfsemi í byrjun árs 2018 og framleiði í fyrsta áfanga allt að 26 þúsund tonn af kísilmálmi.

www.pcc.is

Segment

Segment

United Silicon

United Silicon hf. rekur kísilmálmverksmiðju í Helguvík. Fyrirtækið fór í greiðslustöðvun í ágúst 2017.

Section
Segment

Heildsölumarkaður raforku er vettvangur viðskipta með raforku á milli raforkusala.

Segment

Landsvirkjun selur ekki rafmagn beint til heimila eða smærri fyrirtækja heldur á heildsölumarkaði til sölufyrirtækja sem selja það áfram til endanotenda. Sölufyrirtækin kaupa hluta orku sinnar af Landsvirkjun en vinna einnig hluta í eigin virkjunum. Um 2,1 TWst, eða 15% af rafmagnssölu Landsvirkjunar, fer fram með þessum hætti.

Sölufyrirtækin eru Orkusalan, Orka náttúrunnar, HS Orka, Fallorka, Orkubú Vestfjarða, Rafveita Reyðarfjarðar og Íslensk orkumiðlun.

Fyrirkomulag heildsölusamninga breyttist talsvert á árinu 2017 en fyrri samningar höfðu verið í gildi frá árinu 2005. Með nýju fyrirkomulagi var það haft að augnamiði að bæta nýtingu auðlindarinnar. Þetta var meðal annars gert með því að minnka aflskuldbindingu sölufyrirtækjanna og auka skammtímasviðskipti. Vegna þessara breytinga fjórfaldaðist skammtímasala miðað við fyrra ár og var aflsparnaður allt að 70 MW í einstökum mánuðum. Vegna hagkvæmari innkaupa viðskiptavina og minni aflskuldbindingar lækkaði meðalverð til heildsöluviðskiptavina á milli áranna 2016 og 2017.

Sjá nánar um heildsölumarkaðinn á vefsíðu Landsvirkjunar