Segment

Hitastig á jörðinni árið 2017 var það hæsta frá upphafi mælinga eða um 1,1°C hærra en það var á síðustu áratugum 19. aldar. 

Af þessum sökum hefur yfirborð sjávar hækkað, súrnun sjávar aukist og á árinu 2017 urðu víða um heim óvenjumiklar náttúruhamfarir sem rekja má til loftslagsbreytinga.

Section
Segment

Hraði loftslagsbreytinga og alvarlegar afleiðingar þeirra hafa á síðustu árum fengið aukið vægi í alþjóðaumræðu. Það hefur leitt til þess að þjóðríki, borgir, fyrirtæki, samtök fyrirtækja og frjáls félagasamtök hafa lýst yfir og gefið fyrirheit um aðgerðir sem miða að því að ná markmiðum Parísarsamkomulagsins um að hægja á loftslagsbreytingum og halda hlýnun undir 2°C.

Ísland er virkur þátttakandi í aðgerðum til að draga úr loftslagsáhrifum og stefnir á að verða kolefnishlutlaust árið 2040. Sveitarfélög, félagasamtök og fyrirtæki á Íslandi hafa sömuleiðis tekið þátt í umræðunni og sett sér metnaðarfull markmið til að draga úr kolefnisspori sínu.

Segment

Landsvirkjun er þar í fararbroddi og áætlar fyrirtækið að vera

kolefnishlutlaust fyrir árið 2030, eins og sjá má í grænu bókhaldi okkar.

Segment
Segment

Árið 2015 skrifaði Hörður Arnarson forstjóri undir yfirlýsinguna Caring for Climate. Í kjölfar þess skráði Landsvirkjun markmið sín í loftslagsmálum hjá NAZCA (Non-State Actor Zone for Climate Action). Við vinnum nú að því að ná settum markmiðum en þau eru:

- Að verða kolefnishlutlaust fyrirtæki eigi síðar en árið 2030.
- Að fjárfesta í endurnýjanlegri orkuvinnslu; jarðvarma, vatnsorku og vindorku.
- Að sjá til þess að fjórðungur bílaflota fyrirtækisins verði knúinn með rafmagni árið 2020.
- Að grípa til ýmissa aðgerða til að draga úr loftslagsáhrifum, m.a. eiga frumkvæði að átaksverkefni á landsvísu um orkusparnað.

Segment

Loftslagsmál eru orkumál en til að ná markmiðum Parísarsamkomulagsins og halda hlýnun jarðar undir 2°C verður að draga úr vexti orkunotkunar á heimsvísu og hraða uppbyggingu endurnýjanlegrar orkuvinnslu.

Segment

Á heimsvísu er orkuvinnsla stærsti einstaki valdur losunar gróðurhúsalofttegunda (GHL) en rúmlega 80% af orkuvinnslu heims byggja enn á bruna jarðefnaeldsneytis. Slík orkuvinnsla hefur gífurlega stórt kolefnisspor, þ.e. mikla losun GHL á hverja orkueiningu. Kolefnisspor endurnýjanlegrar orkuvinnslu, s.s. með vatnsafli, vind, jarðvarma og sól, er almennt mun minna.

Section
Segment
Segment

Alþjóðaorkustofnunin spáir því að orkunotkun í heiminum muni aukast um 30% fram til ársins 2040. Þrátt fyrir mikla grósku í uppbyggingu endurnýjanlegra orkugjafa munu fyrirsjáanlegar framkvæmdir sem þegar hafa verið samþykktar ekki duga til að draga úr notkun kola og olíu til orkuvinnslu.

Aukin endurnýjanleg orkuvinnsla er ein árangursríkasta leiðin til að draga úr kolefnislosandi orkuvinnslu á heimsvísu. Ef spár um áframhaldandi vöxt orkuvinnslu með bruna kola og olíu fá að rætast er hætt við að markmiðum Parísarsamkomulagsins verði ekki náð. Það þýðir að til þess að ná þeim markmiðum þarf annars vegar að draga úr vexti orkunotkunar almennt og hins vegar auka orkuvinnslu með endurnýjanlegum orkugjöfum og draga þannig úr orkuvinnslu sem byggir á bruna kola og olíu.

Segment
Section
Segment

Grænt bókhald

Hér má sækja grænt bókhald Landsvirkjunar 2017.

Grænt bókhald 2017 v1
7,38 MB PDF File

Hér má sjá útgefnar eldri umhverfisskýrslur